- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
Nýnemar fóru í gær í gönguferð vítt og breitt um bæinn, ásamt kennurum sínum í áföngunum menningarlæsi og náttúrulæsi. Markmiðið er skapa jákvæðan bekkjaranda, að nemendur kynnist hver öðrum betur og læri að þekkja nærumhverfi sitt og sögu þess. Fleiri ferðir eru á döfinni í áföngunum, nemendur í náttúrulæsi halda til Mývatnssveitar 18. september og nemendur í menningarlæsi fara síðar á önninni til Siglufjarðar.
Cristina-Silva Cretu og Arndís Aðils Sigurðardóttir, nemendur í fyrsta bekk, tóku meðfylgjandi myndir.