Gamall verður nýr
Gamall verður nýr

Nýr vefur opnar í dag, þann 26. október. Vefurinn er hannaður af Stefnu, rótgrónu hugbúnaðarfyrirtæki hér á Akureyri, og svarar kröfum nútímans mun betur en sá gamli. Útlit hefur verið lagað að merki skólans og miðast litaval við þá liti sem við höfum gjarnan fyrir augum innan skólans. Viðmót vefsins lagar sig mjög vel að þeim ólíku tækjum og skjástærðum sem helst eru í gangi í dag sem er mikil framför.

Á nýja birtist námskrá skólans með betri hætti en áður og auðvelt fyrir alla að skoða uppsetningu brauta og lýsingar einstakra áfanga.