Óðinn Andrason
Óðinn Andrason

Á hverju ári er haldin stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Fyrst er forkeppni á yngra og efra stigi og í framhaldi hennar er efstu nemendum af hvoru stigi boðið að taka þátt í úrslitakeppni. Í ár tók Óðinn Andrason 2VX þátt í þeirri keppni og var síðan í hópi þeirra sem var boðið að taka þátt í norrænni stærðfræðikeppni. Og Óðinn er ekki hættur að keppa í stærðfræði því hann er einnig í liði Íslands sem keppir á ólympíuleikunum í stærðfræði. Þeir verða haldnir sem fjarkeppni sem stýrt verður frá St. Pétursborg, með svipuðu sniði og árið 2020. Auk Óðins skipa Arnar Ingason, Benedikt Vilji Magnússon, Einar Andri Víðisson, Selma Rebekka Kattoll og Viktor Már Guðmundsson lið Íslands. MA óskar Óðni til hamingju með árangurinn og honum og liðsfélögum hans góðs gengis í keppninni í sumar.