Opið hús 2025
Opið hús 2025

Við minnum á opið hús í MA í dag klukkan 16:30 – 17:30. Við bjóðum ykkur í heimsókn til að skoða skólann, kynna ykkur námið og þjónustuna, félagslífið og hvaðeina sem ykkur fýsir að fræðast um er snertir skólastarfið. Við viljum hvetja 10. bekkinga og forráðafólk þeirra sérstaklega til að mæta í dag.

Dagskráin hefst með nokkrum vel völdum orðum frá skólameistara. Stutt námskynning í höndum brautarstjóra fylgir í kjölfarið auk þess sem nemendur í 1. bekk munu deila reynslu sinni af skólavist í MA. Fleira verður í boði svo sem tónlistaratriði, kynningarmyndband og ratleikur. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Sjáumst í MA.