Opinn fundur í Hofi kl. 17 í dag
Opinn fundur í Hofi kl. 17 í dag

Boðað er til opins fundar um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri í dag. Mennta- og barnamálaráðherra og skólameistarar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri munu greina frá tillögum sem snúa að framhaldsskólamenntun á Akureyri.

Fundurinn verður frá kl. 17 í Hömrum í Hofi.

Öll velkomin!

Annar fundur fyrir starfsfólk og nemendur skólanna er kl. 14.