Forvarnarverkefnið er í fjórum þáttum
Forvarnarverkefnið er í fjórum þáttum

Vakin er athygli á nýlegu forvarnarverkefni sem unnið var hér við Menntaskólann á Akureyri. Þetta verkefni felst í fjórum veggspjöldum sem eru byggð á hugmynd frá finnskum geðverndarsamtökum, Mieli, https://www.mielenterveysseura.fi/en.  Þessi finnsku samtök hafa útbúið nokkur veggspjöld sem eiga að vekja fólk til umhugsunar um eigin velferð.

Í þeim fjórum veggspjöldum sem valin voru til úrvinnslu hér heima er áhersla lögð á þá þætti í eigin velferð sem ungt fólk getur helst haft sjálft áhrif á. Þýðingu og staðfærslu hugtaka og hugmyndar vann Bjarni Guðmundsson kennari við Menntaskólann á Akureyri en um grafíska útfærslu sá Sólveig Gærdbo Smáradóttir hjá Ásprenti - Stíl á Akureyri. Uglusjóður Menntaskólans á Akureyri styrkti framtakið.

Veggspjöldin sjálf og nánari upplýsingar um hvert þeirra er að finna hér á forvarnarsíðum ma.is.