Ottó Elíasson og Sesselja Barðdal frá Eimi með kynningu fyrir nemendur í menningarlæsi í Kvosinni
Ottó Elíasson og Sesselja Barðdal frá Eimi með kynningu fyrir nemendur í menningarlæsi í Kvosinni

Nemendur í menningarlæsi fengu góða gesti sl. miðvikudag þegar Sesselja Barðdal og Ottó Elíasson  frá Eimi, samstarfsverkefni orkufyrirtækja á Norðurlandi eystra og SSNE, komu í Kvosina. Þau fræddu nemendur m.a. um eðli frumkvöðlastarfs, hverju þarf að huga að í þeim efnum og deildu reynslu sinni. Heimsóknin er liður í verkefni um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun sem nemendur eru að vinna að. Það var mjög fróðlegt að fá þau í heimsókn og nemendur voru áhugasamir um það sem þau höfðu að segja.

Margrét Guðmundsdóttir