Tuttugu og fimm frönskunemendur eru á förum í náms- og kynnisferð til Parísar undir öruggri stjórn Arnar Þórs Emilssonar frönskukennara.

Lagt verður af stað 29. apríl, lent þá í París og gengið í gegnum mjög viðamikla dagskrá kynnis- og skoðunarferða svo og tónleika. Komið verður til baka 6. maí.