Skólameistari gefur páskafrí og páskaegg
Skólameistari gefur páskafrí og páskaegg

Það er fámennt á göngum skólans þessar vikurnar. Stundum hendir það þegar nemendur eru mjög óþreyjufullir eftir páskafríi að þeir grípa til þess bragðs að syngja á páskafrí og stytta síðasta kennsludaginn. Skólameistari gefur þá mögulega söngsal eða í besta falli frí eftir hádegi. Nú eru gangarnir hljóðir.

En þrátt fyrir allt var sungið á páskafrí – og skólameistari klæddi sig í körfuboltabúninginn þegar hann heyrði sungið: Meistari Jón Már, meistari Jón Már, gefðu okkur páskafrí! Sjá hér. 

 Menntaskólinn á Akureyri þakkar öllum nemendum sínum og starfsfólki fyrir skjót viðbrögð við breyttum aðstæðum, þolinmæði meðan verið var að átta sig á nýju fyrirkomulagi í náminu og dugnaði og metnaði í námi og starfi. Við höldum áfram skólastarfinu af krafti í samvinnu við ykkur eftir páska, þetta verður á allan hátt lærdómsríkt og eftirminnilegt skólaár. Frekari upplýsingar um námsmat verða gefnar eftir páska.

Gleðilega páska!