Einbeittir nemendur í prófi
Einbeittir nemendur í prófi

Próf hefjast í MA 13. desember og standa til 20. desember. Próftöflu nemenda má sjá á Innu og auk þess á ma.is. 

Einkunnir birtast 20. desember en eftir jól í þeim áföngum sem eru seint í próftöflu. Forfallapróf (sjúkra-/aukapróf) verða haldiin 7. janúar og endurtökupróf í nokkrum áföngum þann 8. janúar. Prófsýningar verða almennt ekki fyrr en í upphafi vorannar en nemendur sem þreyta endurtökupróf geta fengið að skoða próf sín 7. janúar. Endurtökupróf kosta 10 þúsund krónur og þarf að skrá sig í þau á afgreidsla@ma.is.

Veikindi í prófum þarf að tilkynna á skrifstofu skólans (455-1555, afgreidsla@ma.is) áður en próf hefst og skila læknisvottorði. 

Nemendur eru minntir á að vera stundvísir í prófum og rifja upp prófreglur. Menntaskólinn á Akureyri óskar nemendum sínum góðs gengis í prófum og jafnframt öðrum verkefnum nú í lok annar enda eru fjölmargir áfangar símatsáfangar og ekki með sérstök lokapróf.