Nemendur í áfanganum Lýðræði og mannréttindi ásamt Evu Harðardóttur kennara
Nemendur í áfanganum Lýðræði og mannréttindi ásamt Evu Harðardóttur kennara

 

Á vorönn 2019 hefur Menntaskólinn á Akureyri boðið upp á áfanga sem ber nafnið Lýðræði og mannréttindi. Hópur nemenda í 2. og 3. bekk skólans hefur lagt sérstaka áherslu á að fræðast um og vinna með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Jafnt og þétt hefur hópurinn kynnt sér markmiðin og stöðu þeirra í heiminum með það að leiðarljósi að öðlast skarpa og gagnrýna sýn á heiminn. Ásamt því að hafa kynnt sér Heimsmarkmiðin, hafa nemendur viðað að sér þekkingu um starfsemi Sameinuðu þjóðanna og velt fyrir sér mikilvægi lýðræðislegrar borgaravitundar.

Áfanginn verður kvaddur með ráðstefnu, þann 4. maí 2019 í Menntaskólanum á Akureyri. Hún hefst stundvíslega kl. 11:00 og lýkur klukkan 14.00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í tengslum við verkefni nemenda um Heimsmarkmiðin s.s. fyrirlestra, myndbönd og ljósmyndasýningu. Ráðstefnan er opin öllum og eru þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta og taka þátt.

Unnið upp úr tilkynningu frá nemendum áfangans.

Sjá einnig Nemendur í MA læra um heimsmarkmiðin 2030.