Markmið könnunarinnar var að kortleggja áhrif COVID-19 faraldursins á stöðu nemenda í framhaldsskólu…
Markmið könnunarinnar var að kortleggja áhrif COVID-19 faraldursins á stöðu nemenda í framhaldsskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema stóðu fyrir könnun í lok síðasta árs um nám og líðan framhaldsskólanemenda á tímum COVID-19. Skýrsla um könnunina er nú aðgengileg. Eplið - fréttabréf Félags framhaldsskólakennara - greinir frá helstu niðurstöðum könnunarinnar. Kemur m.a. fram að „meirihluti nemenda þótti betra að hafa kennslutíma á neti samkvæmt stundaskrá, þeim þóttu kennarar hafa staðið sig vel við kennsluna og þeir töldu sig fá góðan stuðning frá starfsmönnum skólanna. Stærri hluti nemenda taldi sér þó ganga betur í staðnámi en fjarnámi og talsverður hluti þeirra nefndu að þeim liði illa í fjarnáminu.“

Hér má nálgast skýrslu Menntamálaráðuneytisins.