Mynd: Huginn
Mynd: Huginn

Löng hefð er fyrir þemadögum á vorönn í MA. Dagarnir ganga undir nafninu Ratatoskur. Dagana 2. og 3. mars víkur hefðbundið kennslufyrirkomulag fyrir gjörningum og upplifunum af ýmsu tagi svo sem námskeiðum, fyrirlestrum og annars konar samverustundum. Kennt verður samkvæmt stundaskrá til klukkan 9:40 þessa tvo daga. Meðal þess sem boðið verður upp ár er prjón- og hekl-klúbbur, félagsvist, skautanámskeið og Love Island Quiz. Hægt er að skoða dagskrá Ratatosks 2023 á fésbókarsíðu Hugins, skólafélags MA.

Nafngiftin Ratatoskur er fengin úr norrænni goðafræði. Í Snorra-Eddu, Gylfaginningu, segir frá íkorna sem hljóp upp og niður Ask Yggdrasils og bar öfundarorð á milli arnarins og Níðhöggs. Íkorninn hét Ratatoskur. Um Ratatosk segir í Snorra-Eddu:

Ratatoskr heitir íkorni,
er renna skal
at aski Yggrdrasils;
arnar orð
hann skal ofan bera
ok segia Níðhöggvi niðr.