Stjórn skólafélagsins Hugins sem skipuleggur Ratatosk
Stjórn skólafélagsins Hugins sem skipuleggur Ratatosk

Framundan eru óhefðbundnir skóladagar.

Á mánudag og þriðjudag 20. – 21. febrúar eru óhefðbundnir kennsludagar. Kenndar verða fyrstu tvær kennslustundirnar en að þeim loknum taka við námskeið, viðburðir og útivera í umsjón starfsfólks, nemenda eða utanaðkomandi aðila. Þessir opnu dagar hafa til margra ára gengið undir nafninu Ratatoskur. Það heiti er komið úr Snorra-Eddu en Ratatoskur var íkorni sem rann upp og niður Ask Yggdrasils og bar hann öfundarorð milli arnarins efst í trénu og Níðhöggs við rætur þess. Ratatoskur féll niður í fyrra vegna COVID og því eru það aðeins nemendur í 3. bekk sem þekkja til þessarar hefðar í skólanum.

Viku síðar, 1. – 3. mars eru síðan námsmatsdagar, þá er ekki kennsla en hins vegar verkefnaskil og próf. Í kjölfarið fá allir nemendur miðannarmat.