- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Samstaða og hollusta fyrrverandi MA-inga við skólann er mikil og þakkarverð eins og afmælishátíðirnar dagana fyrir 17. júní bera vitni um. Sumir árgangar láta sér reyndar ekki duga að hittast á fimm ára fresti heldur árlega eða oft á ári. Velunnarar skólans eru líka margir og bera gjafir í Uglusjóð þess merki.
Á dögunum barst skólanum vegleg gjöf í Skólasjóð frá Jónu Hammer stúdent frá MA 1962. Hugmyndir að ráðstöfun fjárins lúta að betrumbótum á aðstöðu fyrir nemendur í skólanum. Árgangurinn hennar hefur verið afar duglegur að hittast og reynir nú að koma saman árlega.
Jóna er doktor í enskum 19. aldar bókmenntum og skrifaði doktorsritgerð sína um eftirlíkingar á íslenskum fornsögum í verkum Rider Haggard. Hún hefur einnig þýtt á ensku mikið af íslenskum þjóðsögum og gefið út bókina ,,Memoirs of an Icelandic Bookworm” þar sem hún lýsir lífinu á Akureyri á uppvaxtarárum sínum og tengir þjóðsögurnar inn í veraldarheim bókhneigðra barna. Hún kenndi ensku við Duquesne University I Pittsburgh og stýrði þar enskudeild fyrir útlendinga allan sinn starfsaldur, auk þess sem hún kenndi íslensku við University of Pittsburgh í hjáverkum í nokkur ár.
Skólinn þakkar Jónu innilega fyrir hlýhug hennar og rausnarlega gjöf.