Það ríkir mikil spenna fyrir kvöldinu en þá frumsýnir LMA söngleikinn Footloose. Mörg þekkja samnefnda bíómynd þar sem Kevin Bacon fer með aðalhlutverkið.  Leikstjórar sýningarinnar eru Elísabet Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarson. Listrænir stjórnendur eru Bjarney Viðja Vignisdóttir 3L, Hildur Sigríður Árnadóttir 2T og Ýmir Haukur Guðjónsson 2FL. Að sýningunni standa um 20 nemenda leikhópur, 6 hljóðfæraleikarar, 10 dansarar og 40-50 nemendur sem vinna í ýmsum teymum, s.s. markaðsteymi, leikmyndateymi, hár- og förðunarteymi svo eitthvað sé nefnt. Það er því stór hópur nemenda sem fagnar í kvöld uppskeru mikillar vinnu undanfarinna vikna. 

Í gærkvöldi var forsýning og þangað var m.a. boðið 9. bekkingum á Akureyri og í nágrenni og þáðu ríflega 100 nemendur boðið. Að auki var stjórnum skólafélaganna í MA og VMA boðið á forsýninguna. 

Alls eru áætlaðar fimm sýningar. Miðasala gengur vel, mak.is, tix.is