Ritver er hluti af fjölbreyttri þjónustu sem í boði er á bókasafni skólans
Ritver er hluti af fjölbreyttri þjónustu sem í boði er á bókasafni skólans

Ritver Menntaskólans á Akureyri tekur formlega til starfa nú á haustönn 2019. Á fésbókarsíðunni Ritver Menntaskólans á Akureyri kemur fram að ritverið er hluti af heildstæðri þjónustu sem veitt er á bókasafninu. Þjónustan tekur til upplýsingaöflunar, tækniþjónustu og ráðgjafar auk aðstoðar við ýmis konar verkefni sem tengjast lestri og ritun.

Á fésbókarsíðunni verður hægt að nálgast nánari upplýsingar um þá þjónustu sem verður í boði sem og upplýsingar um opnunartíma og tímabókanir. Þá verða sagðar fréttir af námskeiðum og öðrum viðburðum á vegum ritversins.

Öflugt sex manna teymi starfsmanna  við MA kemur með einum eða öðrum hætti að framkvæmd versins. Eva Harðardóttir  mun vinna að þróun þess í samstarfi við nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans. Teymið vonast til að sjá sem flesta úr þeirra röðum eflast og styrkjast í fjölbreyttum lestri og ritun á komandi skólaári.

Nánar verður fjallað um ritverið hér á ma.is síðar á önninni.