Fjárhagsstaða nemenda hefur gjarnan verið til umfjöllunar í gegnum tíðina. Samansett mynd.
Fjárhagsstaða nemenda hefur gjarnan verið til umfjöllunar í gegnum tíðina. Samansett mynd.

Ríkissjónvarpið fjallaði nýlega um kostnað sem fylgir því að stunda nám í framhaldsskóla. Til að varpa ljósi á málið heimsótti Kastljós MA og ræddi við nemendur og Kolbrúnu Ýri Bjarnadóttur kennara. Yfirskrift umfjöllunar Kastljóss var „hvað kostar að vera menntaskólanemi á Íslandi í dag?“ Mikil fjárútlát samfara námi báru á góma í samtali þáttastjórnanda við nemendur og kennara en einnig þrýstingur sem nemendur upplifa við að fjármagna neysluvarning af ýmsu tagi til að falla í hópinn. Nokkur lykilorð sem koma fyrir í umfjölluninni má finna í skrifum nemenda og kennara í skólablaði MA undanfarinna áratuga, í greinum sem taka á málum af svipuðum meiði. Orð eins og verðbólga, bækur, námsgögn, dýrt, matur, fatnaður, tíska og kostnaður eru kunnugleg stef í skólablaðinu Muninn þegar fjallað er um kostnað sem fylgir námi í framhaldsskóla. Skoða má nokkur sýnidæmi á fésbókarsíðu MA. Nálgast má umfjöllun Kastljóss með því að smella hér.