- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stjórn Skautasambands Íslands, í samvinnu við Afreksnefnd ÍSS, hefur tilnefnt Sædísi Hebu Guðmundsdóttur sem skautakonu ársins 2025. Sædís Heba er nemandi á fyrsta ári í MA.
Á vef Skautasambands Íslands segir: ,,Sædís Heba er fremsti íslenski skautarinn í Junior flokki og hefur sýnt sig og sannað með frammistöðu sinni bæði innan- og utanlands. Hún er metnaðarfull, einbeitt og sýnir mikla þrautseigju og verður gaman að fylgjast með henni á næstu árum."
Menntaskólinn á Akureyri óskar Sædísi Hebu innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.