Orðaský
Orðaský

Á hverju ári frá því árið 2001, þegar Evrópski tungumáladagurinn var haldinn í fyrsta skiptið, hafa MA-ingar gert sér dagamun 26. september. Í ár var hringt á sal og allir tóku þátt í dagskrá sem tveir nemendur úr 3. A stýrðu, þau Magnús Orri og Hekla Maren. Fyrst svöruðu allir nemendur nokkrum spurningum á Mentimeter, til dæmis hvaða tungumál önnur en íslensku nemendur tala reiprennandi og hvað þeim finnst fallegasta orðið á erlendri tungu (sjá orðaskýið). Að spurningunum loknum fengu Magnús og Hekla til sín sex nemendur, tvo erlenda skiptinema sem eru hjá okkur núna, tvo nemendur sem hafa farið erlendis í skiptinám og tvo nemendur sem eru tvítyngdir vegna þess að annað foreldri þeirra er íslenskt og hitt annars staðar frá. Magnús og Hekla spurðu viðmælendurna hinNa ýmsu spurninga um tungumál og menningu og var sérstaklega áhugavert að fá að heyra skoðun og upplifun erlendu skiptinemanna hérna. Vissuð þið t.d. að Íslendingar setja gulrætur í allt? 

Anna Eyfjörð fagstjóri í erlendum tungumálum, öðrum en ensku