Una Emilsdóttir læknir
Una Emilsdóttir læknir

Sl. föstudag hélt Una Emilsdóttir læknir erindi á Sal fyrir nemendur og starfsfólk, sem einn lið í Heilsueflandi skóla. Hún fjallaði um að góð heilsa er ekki einungis heppni eða erfðir heldur líka að miklum hluta í höndum hvers og eins. Hún hvatti fólk til að temja sér gagnrýna hugsun og sneiða hjá matvælum og vörum sem innihalda skaðleg efni. Hún fór yfir hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir ýmis skaðleg efnaáhrif í nútímasamfélagi og hvernig hægt sé að vera meðvitaður og gagnrýninn neytandi og taka upplýstar ákvarðanir hvað varðar neyslu og líferni.

Íþróttakennarar skólans fengu styrk frá ÍSÍ í haust fyrir þessu erindi, í tengslum við árlega evrópska íþrótta- og hreyfiviku sem kallast Beactive og þökkum við kærlega fyrir hann.