Sigrún María og hljómsveitin Cohortis. Mynd: Þórhildur Örvarsdóttir
Sigrún María og hljómsveitin Cohortis. Mynd: Þórhildur Örvarsdóttir

Sigrún María Pétursdóttir 3. A, nemandi á kjörnámsbraut í tónlist, hélt tónleika 30. apríl í Hlöðunni ásamt hljómsveit sinni Cohortis. Tónleikarnir voru partur af lokaverkefni hennar í deildinni sem kölluð er „Skapandi tónlist“ í Tónlistarskólanum á Akureyri. Á hljómborð er Hekla Sólveig Magnúsdóttir 2. L, á trommur Elías  Guðjónsson Krysiak 2. AF, á gítar spilar Valdimar Kolka úr 3. FL og Helga Björg Kjartansdóttir 3. A á bassa. Sigrún María flutti að mestu frumsamið efni á tónleikunum.