MA-liðið: Katrín Rós Björnsdóttir, María Guðrún Eiríksdóttir, Inga Rakel Aradóttir, Hilma Bóel Bergs…
MA-liðið: Katrín Rós Björnsdóttir, María Guðrún Eiríksdóttir, Inga Rakel Aradóttir, Hilma Bóel Bergsdóttir, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir og fremst er Jónína Margrét Guðbjartsdóttir kennari.

Í gær lauk heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí í Króatíu. Landslið Íslands gerði góða ferð þangað, vann alla sína leiki og Ísland færðist við það úr 2. deild B upp í 2. deild A. 

Við í MA fylgdumst spennt með mótinu enda ,,eigum" við þar marga fulltrúa, bæði núverandi nemendur og kennara og fyrrverandi MA-inga. Við óskum þeim innilega til hamingju með gullið og þennan flotta árangur.