Þessa dagana vinna nemendur í 2.bekk á tungumála- og félagsgreinasviði að verkefni í lífsleikni sem er helgað borgaravitund og sjálfboðastörfum. Skoðað er hvar hinn almenni borgari getur gert gagn og lagt eitthvað af mörkum í samfélaginu.

Í samráði við kennara velja nemendur málaflokk sem þeir vilja leggja lið og velta fyrir sér hvaða áhrif hver og einn getur haft á umhverfi sitt í gegnum slík störf. Sambærileg störf hafa verið unnin áður, fyrst af nemendum í fjórða bekk, síðan þrðjubekkingum en nú hefur þessi þáttur flust í 2. bekk.

Við erum í samstarfi við félag eldri borgara á Akureyri og bjóðum upp á aðstoð í tölvu og snjalltækjum. Það hefur á undanförnum árum verið afar eftirsótt og þótt takast vel að unga fólkið fræði það eldra um töfraheima tækja og tóla. Síðan erum við í samstarfi við öldrunarheimilið Hlíð þar sem nemendur okkar fara í heimsókn og spjalla við íbúana þar, spila, fá sér kaffisopa með þeim og fleira í þeim dúr. Sá þáttur hefur einnig verið mjög vinsæll af bæði nemendum og íbúum á Hlíð. Eins taka íþróttafélögin KA og Þór á móti hópi nemenda sem leggja félögunum lið við sjálfboðastörf. Rauði krossinn nýtur einnig aðstoðar nokkurra nemenda í  verslun og jafnvel við fataflokkun og fleira sem til fellur þar á bæ.

Þetta verkefni á sér stað þrjá fimmtudaga núna frá 17. nóvember – 1. desember.

Hér fylgja myndir úr fyrsta tölvutíma þessarar annar.

 

 

 

Tölvu Tölvu
tölvu tölvu