- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á Akureyri.net birtist í gær viðtal við rithöfundinn og MA-inginn Ævar Þór Benediktsson en nýjasta bókin hans, Skólastjórinn, byggir lauslega á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Menntaskólanum á Akureyri fyrir 22 árum.
„Ég var á þriðja ári í MA þegar Tryggvi Gíslason skólameistari var að hætta eftir rúm þrjátíu ár í starfi. Þegar starfið var auglýst tóku einhverjir eftir því að einn umsækjandinn var 18 ára strákur að nafni Salvar Þór Sigurðarson, en hann var einmitt í sama árgangi og ég. Þá ber að taka það fram að Salvar fékk á endanum ekki starfið. Jón Már Héðinsson var metinn töluvert hæfari,“ rifjar Ævar upp.
Hér má lesa þessa skemmtilegu sögu að baki bókinni og viðtalið við Ævar Þór í heild sinni.