Tilvera bíður þess að allir nemendur komi í skólann alla daga
Tilvera bíður þess að allir nemendur komi í skólann alla daga

Kennsla hófst í MA 27. ágúst, bæði í stað- og fjarnámi. Skipulagðir voru 12 dagar skv. þágildandi sóttvarnarreglugerð, og gildir það skipulag til 11. september. 

Þessir bekkir mæta því í skólann vikuna 7. - 11. september:

7. sept: 1. bekkur + 2IU  
8. sept: 1. bekkur + 2AFH  
9. sept: 3. bekkur + 2GTVX  
10. sept: 1. bekkur + 2IU  
11. sept: 3. bekkur + 2AFH  

Nýtt skipulag tekur svo gildi mánudaginn 14. september og þá mun hlutfall staðnáms aukast töluvert hjá eldri bekkjunum. 

Myndir úr skólastarfinu fyrstu vikuna má sjá á Facebook síðu skólans.