Skólasetning Menntaskólans á Akureyri er 21. ágúst kl. 09:30. Í framhaldinu er umsjónartími í 1. og 2. bekk og kynningarfundur fyrir forráðafólk á sama tíma. Eftir hádegi er tölvuaðstoð í boði.

Kennsla hefst 22. ágúst.

Í næstu viku fá nýnemar póst um tölvuaðgang og ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þau geta tengst tölvukerfi MA og eru öll beðin um að skoða það vandlega.

Stundaskrár verða tilbúnar um miðja næstu viku og birtast í Innu. Nýnemar og forráðafólk getur skráð sig inn á Innu.is með rafrænum skilríkjum. Listi yfir námsgögn birtist í Innu.

Sjá frekari upplýsingar hér

 17. og 18. ágúst eru starfsdagar kennara og undirbúningur fyrir önnina.