Skólaráð MA 2019-2020 ásamt jafnréttisstýru og fulltrúa nemenda í jafnréttisráði
Skólaráð MA 2019-2020 ásamt jafnréttisstýru og fulltrúa nemenda í jafnréttisráði

Fyrsti fundur skólaráðs MA var haldinn í vikunni. Í skólaráði sitja stjórnendur, námsráðgjafi, tveir fulltrúar kennara og fjórir fulltrúar nemenda. Skólaráð fundar um það bil þrisvar á önn. Á þessum fyrsta fundi var m.a. rætt um sjoppuna sem þriðjabekkjarráð rekur og jafnréttismál en mikill hugur er í nemendum varðandi þau. Jafnréttisstýra og fulltrúi nemenda úr jafnréttisráði fóru yfir það sem framundan er. Einnig var rætt um próftöflu og ferð stjórnar skólafélagsins á SÍF fund um helgina. Skellt var í eina sjálfsmynd á fundinum.