Frá skólasetningu 2017
Frá skólasetningu 2017

Þann 29. ágúst verður Menntaskólinn á Akureyri settur í 139. sinn kl. 9:30 á sal skólans. Þar eru nemendur allir velkomnir og sérstaklega nýnemar, foreldrar þeirra og forráðamenn. Fyrir þá verður kynning á starfi skólans fram undir hádegi, þeir hitta jafnframt umsjónarkennara barna sinna og einnig verður haldinn aðalfundur ForMA, Foreldrafélags MA. Strax að lokinni skólasetningu hitta nýnemarnir umsjónarkennara sína. Þeir koma aftur í skólann klukkan 13.00 og hitta starfsfólk og fá aðgang að tölvukerfi skólans.