Nemendur á slóðum hermanna við Rangárvelli
Nemendur á slóðum hermanna við Rangárvelli

Einmuna veðurblíða hefur verið á Akureyri það sem af er sumri. Nemendur í sögu og kennari nýttu góða veðrið í morgun til að svipast um á söguslóðum. Gengið var í fótspor hermanna á stríðsárunum frá Rangárvöllum, upp með Glerá að vestanverðu og niður austan megin ár. Setuliðið var með mikil umsvif við Rangárvelli, stórt braggahverfi og athafnasvæði til æfinga og tómstunda.

Skemmtilegar myndir frá árinu 1940 og eru í eigu IWM, sýna athafnir breskra hermanna við Glerá þar sem nemendur spígsporuðu í morgunsárið. Á myndunum má sjá setuliðsmenn þvo sér, fylla vatnstank á trukki og reisa bragga. Flest ummerki um veru setuliðsins eru nú horfin en þó urðu einhverjar minjar á vegi nemenda svo sem steinhleðslur, vélbyssuhreiður og birgðageymsla

Myndir frá nemendum og hermönnum við Glerá má sjá á fésbókarsíðu skólans.