Mynd af mbl.is
Mynd af mbl.is

Fimmtán barna- og unglingabækur hafa verið tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. Ein af fimm bókum í flokki frumsaminna barna- og unglingabóka er Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson íslenskukennara í MA. Sagan kom út 2018 og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Menntaskólinn á Akureyri óskar Arnari og öðrum höfundum og þýðendum til hamingju með tilnefninguna. Það er sannarlega mikilvægt að góðar bækur komi út á hverju ári fyrir börn og ungmenni til að auka áhuga þeirra á lestri. Verðlaunin verða síðan tilkynnt 24. apríl.