Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram 26. september
Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram 26. september

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram laugardaginn 26. september. Upphaflega átti að halda keppnina síðastliðið vor en henni var slegið á frest vegna Covid-19. Þá stóð til að færa keppnina norður, í Íþróttahöllina á Akureyri. Nú liggur fyrir að af því verður ekki. Keppnin mun fara fram án áhorfenda í húsnæði Exton í Kópavogi.

RÚV gerir áhugasömum tónlistarunnendum kleift að fylgjast með keppninni þar sem hún verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Sem stendur eru á þriðja tug framhaldsskóla skráðir til leiks, þ.á.m. MA. Hér má sjá lista yfir keppendur.