Söngsalur 16. nóvember 2023. Samsett mynd.
Söngsalur 16. nóvember 2023. Samsett mynd.

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Hringt var á sal í tilefni dagsins. Nemendur og starfsmenn komu saman og gerðu sér glaðan dag í Kvosinni. Skólameistari Karl Frímannsson sagði nokkur orð við upphaf dagskrár og ræddi um mikilvægi þess að slá skjaldborg um íslenska tungu. Nokkrir úr hópi starfsmanna stigu á stokk og stýrðu fjöldasöng og veitt voru verðlaun fyrir smásagnasamkeppni í íslensku auk þess sem verðlaunasagan var lesin upp. Skólahljómsveit á vegum TóMA batt endahnútinn á dagskrána með því að spila nokkur vel valin lög og syngja með aðstoð nemenda og starfsfólks.