- Skólinn
- Skólinn og starfið
 - Fólk og félög
 - Sýn, stefnur og mat
 - Hús skólans
 
 - Námið
 - Þjónusta
 
Í dag var síðasti heill kennsludagur í skólanum og að því tilefni komu fjórðubekkingar í skólann í betri fötunum og buðu kennurum og starfsfólki í kaffi á Gamla Sal. Þessi hefð hefur verið við skólann alllengi og setur góðan svip á vertíðarlokin.
Á morgun er Dimissio. Þá verður kennt fyrstu tvo tímana en að því loknu verða stúdentsefnin kvödd, fyrstubekkingar bera þau út úr skólanum í gullstól og þar biður kveðjuathöfn eldri nemenda. Um hádegisbil byrja stúdentsefni að kveðja kennara sína, fyrst í skólanum en síðan verður farið akandi um bæinn. Í Menntaskólanum á Akureyri er sú kveðjuferð ævinlega farin eftir hádegi. Um kvöldið er svo kveðjusamsæti stúdentsefna og kennara í Kvosinni, í umsjá stjórnar Hugins, skólafélags MA.