Nemendur í 3. bekk buðu til veislu í dag
Nemendur í 3. bekk buðu til veislu í dag

Löng hefð er fyrir því að verðandi útskriftarnemendur klæði sig í spariflíkurnar og bjóði starfsfólki skólans upp á kaffi og bakkelsi við lok skólaárs. Svokallað sparifatakaffi fór fram í skólanum í dag.

Þó sparifatakaffið eigi sér langa sögu er sennilega einsdæmi að nemendur bjóði til tveggja slíkra kaffisamsæta á einu og sama vorinu eins og tilfellið er í ár. Tveir árgangar útskrifast frá skólanum þann 17. júní nk. og því er um tvö kaffiboð að ræða þetta skólaárið.

Stúdentsefni úr 3. bekk buðu til veislu í dag á Sal í Gamla skóla. Boðið var upp á heita og sæta rétti, pönnukökur og niðurskorna ávexti svo eitthvað sé nefnt. Sparibúnir nemendur í 4. bekk efna til kaffisamsætis með sambærilegum hætti þriðjudaginn 14. maí.