Þjóðbúningar settu svip á sparifatakaffið.
Þjóðbúningar settu svip á sparifatakaffið.

Hefð er fyrir því að stúdentsefnin bjóði kennurum sínum og starfsfólki öllu í svokallað sparifatakaffi í lok annar. Nemendur mæta í sínu fínasta pússi og reiða fram dýrindis veitingar. Að þessu sinni þurfti að tvískipta hópnum og var helmingurinn í Gamla skóla og hinn helmingurinn á Möðruvöllum. Á báðum stöðum voru svo glæsileg kaffihlaðborð. Þar sem árshátíðin féll niður þetta árið, þá nýttu margir nemendur tækifærið og mættu í þjóðbúningum og var því sérlega hátíðlegur blær á sparifatakaffinu þetta árið. Starfsfólk skólans þakkar nemendum fyrir þetta góða boð.