Skólameistari setur skóla í ágúst 2020
Skólameistari setur skóla í ágúst 2020

Kennsla á vorönn hófst sl. mánudag en þessa fyrstu viku mæta nemendur eingöngu í rafræna tíma. Mánudaginn 18. janúar hefst hins vegar staðkennsla að nýju. Almanak vorannar má sjá hér.

- Bekkir verða í heimastofum, en geta þurft að færa sig milli stofa í blönduðum hópum. Alltaf þarf að sótthreinsa borð ef skipt er um stofu

- Hver stofa er sóttvarnarhólf með 30 manna hámarki

- Nemendur ganga um þann inngang sem tilheyrir þeirra stofu

- Aðeins má fara milli bygginga skólans til að sækja kennslustundir eða þjónustu, s.s. námsráðgjafa, afgreiðslu skólans, bókasafns og fl.

- Til að byrja með verður mötuneyti Heimavistar lokað öðrum en vistarbúum

- Öll notum við grímur, alltaf. Mælt er með margnota grímum (ath. þó að þarf að skipta um grímu yfir daginn) og mikilvægt að henda einnota grímum í ruslatunnur en alls ekki á víðavangi

- Nemendur og starfsfólk koma ekki veik eða með einkenni í skólann

- Það er brýnt að við  tökum öll ábyrgð á sóttvörnum og gætum þess að ekki verði nein hópsöfnun á göngum eða í Kvosinni

Við reynum öll að fylgja sóttvarnarreglum og gæta okkar og þá mun skólastarfið ganga vel og verða skemmtilegt