Stafrænn háskóladagur verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is er hægt að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.

Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins í netspjalli. Það verður hægt að komast í beint samband við fulltrúa frá öllum námsleiðum í grunnnámi háskólanna og um að gera að nýta tækifærið og spyrja um hvaðeina sem lýtur að drauma náminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið, eins og segir í kynningu á háskóladeginum. 

Kennarar í náms- og starfsvali hvetja alla nemendur í þriðja bekk til að kynna sér að minnsta kosti þrjár námsleiðir.