Ný stjórn skólafélagsins Hugins 2025-2026
Ný stjórn skólafélagsins Hugins 2025-2026

Einn af vorboðunum í skólastarfinu eru kosningar til embætta í skólafélaginu Hugin. Kosningar til stjórnar skólafélagsins voru strax eftir páska og viku síðar var kosið til ýmissa annarra embætta. Í þessari viku er svo kosið í stjórnir félaga. Formleg stjórnarskipti fóru fram 2. maí við athöfn í Kvosinni. Hver fulltrúi í fráfarandi stjórn flutti stutt ávarp og setti eftirmann sinn í embætti. 

Nýja stjórn skipa: Vilté Petkúté forseti, Kjartan Valur Birgisson varaforseti, Þorsteinn Skaftason gjaldkeri, Anna Lydia Guðjónsdóttir ritari, Róbert Bragi Kárason skemmtanastjóri, Anna Lóa Sverrisdóttir meðstjórnandi, Tinna Kristinsdóttir markaðsstýra og Elvar Björn Ólafsson forseti Hagsmunaráðs. Í morgun hélt svo ný stjórn sinn fyrsta gleðidag og tók hressilega á móti nemendum þegar þeir mættu í skólann.