Stúdentsefnin dimittera í Stefánslundi
Stúdentsefnin dimittera í Stefánslundi

Stúdentsefnin ætluðu að dimittera síðasta kennsludaginn í vor, 14. maí en ekki varð af því vegna takmarkana á samkomuhaldi. Nú er sveigjanleikinn meiri og því hittust þau í Stefánslundi við skólann í dag 16. júní og kvöddu kennara sína. Að því loknu fóru þau i ratleik og grilluðu í lok dags. Á morgun þjóðhátíðardaginn 17. júní brautskrást þau frá skólanum. Athöfnin hefst kl. 11 og er streymt á facebook-síðu skólans.