Það er skemmtilegt að vinna í MA
Það er skemmtilegt að vinna í MA

Sumarfrí:

Afgreiðsla skólans er lokuð frá og með 20. júní og opnar aftur mánudaginn 12. ágúst. Hægt er að senda tölvupóst á ma@ma.is en flestir starfsmenn eru í sumarfríi í júlí og því ekki hægt að lofa að pósti verði svarað um hæl.

Innritun og skólabyrjun:

Innritun nýnema er nú lokið og þeir hafa fengið greiðsluseðla í heimabanka og nýnemabréf með ýmsum upplýsingum sent í tölvupósti. Nemendur sem fara á félagsgreina- og náttúrufræðibraut geta óskað eftir einum bekkjarfélaga (óskin þarf að vera gagnkvæm) með því að senda beiðni á bekkir@ma.is.

Frekari upplýsingar um skólabyrjun koma svo eftir miðjan ágúst. Stundatafla og bókalistar birtast í Innu skömmu fyrir skólasetningu.

Skóli verður settur þriðjudaginn 27. ágúst kl. 09:30 og eru forráðamenn hvattir til að koma að skólasetningu með börnum sínum. Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema er í beinu framhaldi af skólasetningu.

Menntaskólinn sendir nemendum, starfsfólki og öllum velunnurum sumarkveðjur.