Nemendur í MA við Davíðshús haustið 2015
Nemendur í MA við Davíðshús haustið 2015

Nemendur í Tónlistarfélagi MA standa fyrir sumartónleikum föstudaginn 3. maí. Tónleikarnir verða í Davíðshúsi og hefjast klukkan 20:00. Eftirfarandi upplýsingar um tónleikana eru teknar af fésbókarsíðu TóMA.

Öllum er velkomið að taka þátt, einu skilyrðin eru að það þarf að vera amk einn MA-ingur í atriðinu. Sendið skilaboð á okkur hér facebook eða tölvupóst á toma@ma.is ef þér langar að vera með. Við viljum endilega sjá sem flest og fjölbreytt atriði, allt er velkomið. 

Frítt er inn en við tökum á móti frjálsum framlögum til að efla tónlistarstarf Menntaskólans en fremur næsta haust.

Hlökkum til að eiga notalega stund með hæfileikaríku fólki.