Nemendur skólans árið 1988 stilla sér upp fyrir þáttinn Annir og appelsínur og taka lagið
Nemendur skólans árið 1988 stilla sér upp fyrir þáttinn Annir og appelsínur og taka lagið

Þátturinn Annir og appelsínur var sýndur á RÚV veturinn 1988-1989. Nemendur í framhaldsskólum landsins báru hitann og þungann af dagskrárgerðinni. Í mars 1988 unnu nemendur MA hörðum höndum að því að setja saman efni fyrir þáttinn. Jón Egill Bergþórsson, þáverandi upptökustjóri, sagði í samtali við blaðamann Dags í febrúar sama ár að upptökur gætu tekið fimm daga.

Krakkarnir senda okkur sínar hugmyndir um efni í þáttinn, við gerum okkar athugasemdir og viðbætur, berum þær undir krakkana og síðan er endanlegt tökuplan unnið. Það er töluverð vinna við gerð þáttanna en áhugi krakkanna er mikill og eru þeir vinsælt efni í Sjónvarpinu a.m.k. meðal unglinga.

Þátturinn var sendur í loftið 11. mars. Mikil eftirvænting ríkti fyrir útsendingunni. Mátti meðal annars lesa í Degi þann 9. mars að „Nemendur, foreldrar og aðrir aðstandendur geta því farið að setja sig í stellingar og hlakka til.“

Við skulum rifja upp stemninguna sem ríkti í stofum landsmanna föstudagskvöldið 11. mars árið 1988. Smelltu hér og fáðu innsýn í félagslíf MA fyrir rúmum þremur áratugum. Góða skemmtun!

 

Heimildir: Dagur 1988, 36. og 48. tbl.