Nemendur vöktu athygli á jafnréttisbaráttunni á síðum Munins veturinn 1974-75
Nemendur vöktu athygli á jafnréttisbaráttunni á síðum Munins veturinn 1974-75

Mikið líf og fjör birtist í skrifum nemenda í skólablaði MA á áttunda áratug síðustu aldar. Valkyrjur úr hópi nemenda héldu t.a.m. úti skrifum um jafnréttismál veturinn 1974-75. Þær stöllur birtu eitt og annað á svokallaðri„Rauðsokkasíðu“ til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Má þar nefna baráttuljóð, hugleiðingar og greinar. Á einum stað má kynna sér „Rauðsokkuheilræði“.

* Þú skalt ekki líta upp til neins, er gerir þig litla og óvissa.

* Þú verður að berjast gegn gömlum fordómum.

* Þú mátt gjarnan virða karlmenn, en aðeins þá karlmenn, sem virða þig sem jafningja.

* Mundu það — að ef þú lætur troða á þér endarðu sem gólfmotta.

* Skilnaðir yrðu færri ef karlmenn þekktu konuna sína eins vel og vélina í bílnum.