Zontakonur og fulltrúi klúbbsins til alþjóðlegu verðlaunanna. Frá vinstri: Kristjánsdóttir, Þorbjörg…
Zontakonur og fulltrúi klúbbsins til alþjóðlegu verðlaunanna. Frá vinstri: Kristjánsdóttir, Þorbjörg Þóroddsdóttir og Sigríður Sía Jónsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Árlega velur Zontaklúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri, eina stúlku til að vera fulltrúi klúbbsins til verðlauna í flokknumYoung women in public affairs (YWPA) hjá Zontasamtökunum. Í ár var sú heppna Þorbjörg Þóroddsdóttir. Þorbjörg lýkur stúdentsprófi í vor af sviðslistabraut.

Zonta eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að bæta stöðu og lífsgæði kvenna hvar sem er í heiminum, lagalega, á sviði stjórnmála, efnahags og menntunar. Samtökin leggja áherslu á að ungar konur/stúlkur séu lykillinn að framförum kvenna á heimsvísu og efnir árlega til hvatningaverðlauna fyrir ungar konur, Young Women in Public Affairs (YWPA). Viðurkenningin er veitt til ungra kvenna sem skara framúr á sviði félagsmála og almannatengsla, auk þess sem þátttökukröfurnar eru að þær taki virkan þátt í sjálfboðavinnu og/eða hafi reynslu af stjórnunarstörfum t.d. í nemendafélagi og/eða öðrum félagasamtökum.

Íslensku Zontaklúbbarnir tilheyra 13. umdæmi Zonta ásamt Danmörku, Litháen og Noregi. Næsta skref í þessu viðurkenningarferli er að ein stúlka af öllum þeim sem tilnefndar eru frá Zontaklúbbum þessara landa verður valin til að vera fulltrúi umdæmisins hjá Zonta International. Alls eru 32 umdæmi innan Zontasamtakanna. Á endanum eru 10 stúlkur á heimsvísu valdar sem hljóta verðlaun YWPA.

Nánar má lesa um Zontahreyfinguna og verðlaunin á vef Zontasamtakanna: zonta.org

(Fréttin er fengin af akureyri.net)