Lengst til vinstri er Halldór Birgir Eydal, þá Þorbjörg Þóroddsdóttir og fremstur situr Þorsteinn Ja…
Lengst til vinstri er Halldór Birgir Eydal, þá Þorbjörg Þóroddsdóttir og fremstur situr Þorsteinn Jakob Klemenzson. Mynd: Ragnar Hólm (birt á akueyri.is)

Verðlaunaafhending Ungskálda á Akureyri fór fram á Amtsbókasafninu í gær, fimmtudaginn 9. desember. Þetta er árlegt samstarfsverkefni MA, VMA, Amtsbókasafnins á Akureyri, Ungmennahússins í Rósenborg og Akureyrarbæjar þar sem ungmenni á aldrinum 16-25 ára fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðju, kaffihúsakvöldi og ritlistarsamkeppni. Í ár bárust alls 52 verk frá 29 höfundum, og voru úrslit eftirfarandi:

Í 3. sæti var Þorbjörg Þóroddsdóttir 2L með verkið Mandarínur
í 2. sæti var Halldór Birgir Eydal nemandi í VMA með verkið Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt
og í 1. sæti var Þorsteinn Jakob Klemenzson 2A með verkið Vá hvað ég hata þriðjudaga

Glöggir lesendur taka eftir því að tveir nemendur skólans eiga verðlaunaverk í ár og við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn!

Sjá líka Þorsteinn Jakob er ungskáld Akureyrar 2021 | Akureyrarbær (akureyri.is)

Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir