Nemendur í starfskynningu í Verkís þar sem þeim var boðið í morgunmat
Nemendur í starfskynningu í Verkís þar sem þeim var boðið í morgunmat

Í gær og dag féll hefðbundin kennsla niður hjá 3. og 4. bekk þegar nemendur fóru í starfskynningar ýmist norðan heiða eða á höfuðborgarsvæðinu. Líklega eru um 300 nemendur í starfskynningum á höfuðborgarsvæðinu en þar gátu þeir valið á milli um 100 fyrirtækja og stofnana til þess að heimsækja. Fyrir norðan eru um 20 fyrirtæki sem nemendur hafa úr að velja. Kennarar í lífsleikni, Anna Sigríður, Daníel Freyr Jónsson og Rannveig Ármannsdóttir sjá til þess að allt fari sómasamlega fram sunnanlands en Ingibjörg Magnúsdóttir heldur um stjórnartaumana fyrir norðan.

Á morgun fara nemendur svo á háskólakynningar til að kynna sér það háskólanám sem í boði er á Íslandi.