Nemendur fylgjast með starfskynningu í Kvosinni.
Nemendur fylgjast með starfskynningu í Kvosinni.

Nemendur í 3. bekk taka allir áfangann Náms- og starfsval. Eins og heitið gefur til kynna eru nemendur að horfa fram á veginn og velta fyrir sér ýmsum möguleikum til náms og starfa, eftir MA. Löng hefð er fyrir því að MA-ingar hafi lagt land undir fót og farið í starfs- og háskólakynningar á höfuðborgarsvæðinu, en í takt við nýja tíma og aðstæður í samfélaginu er tæknin nú nýtt til þessara kynninga. Í dag voru einmitt starfskynningar frá kl. 13-16 á námsmatsdegi, nemendur voru í MA en störfin voru kynnt rafrænt, víða að. Sem dæmi um stofnanir og fyrirtæki sem kynntu störf má nefna Sjúkrahúsið á Akureyri, Pharmatica, Þjóðleikhúsið, CCP Games, Skipulagsstofnun, Orf líftækni og svo mætti áfram telja. Kynningarnar tókust vel og virtust nemendur ánægðir með þær - og mögulega uppbrotið á skóladeginum, en minna hefur verið um slíkt í vetur.