Félag þýskukennara á Íslandi efnir til samkeppni meðal framhaldsskólanema um dvöl í Þýskalandi.

  • ef þú ert íslenskur ríkisborgari
  • ef þú ert fædd(ur) á tímabilinu 1998 - 2001
  • ef þú hefur nú þegar lært þýsku í a.m.k. 1 ár og átt eftir a.m.k. eina önn í skólanum
  • ef þú hefur ekki verið lengur en 6 vikur samfleytt í þýskumælandi landi og hefur þína þýskukunnáttu úr skólanum
  • ef þú hefur ekki áður hlotið styrk frá BRD

taktu þá þátt í Þýskuþrautinni sem haldin verður þriðjudaginn 27. febrúar 2018 hér í MA.

Þrautin verður í G15 klukkan 10.30-12.

Nánari upplýsingar hjá þýskukennurum.

Í verðlaun eru þriggja til fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi sumarið 2018 með mikilli dagskrá. Einnig verða veitt bókaverðlaun.

Á http://www.ki.is/daf/frasagnir-nemenda getið þið lesið spennandi ferðasögur!