Þýskuþraut 2024
Þýskuþraut 2024

Félag þýzkukennara á Íslandi efnir til samkeppni á meðal framhaldsskólanema landsins. Þetta verður í 35. sinn sem þrautin er lögð fyrir og verður hún í MA miðvikudaginn 7. febrúar kl. 10:45 í G12. Nemendur hafa 90 mínútur til að leysa þrautina og eru tvö þyngdarstig í boði. Nemendur geta tekið þátt ef þeir:

  • eru íslenskir ríkisborgarar
  • fæddust á tímabilinu 1999-2008
  • hafa lært þýsku í a.m.k. eina önn
  • hafa ekki áður hlotið styrk frá Þýskalandi
  • hafa sína þýskukunnáttu úr skóla og hafa ekki dvalið lengur en 6 vikur í þýskumælandi landi

Verðlaunahafar eiga möguleika á þátttöku í Eurocamp í Þýskalandi í sumar. Einnig verða veitt bókaverðlaun.

Nánari upplýsingar gefa þýskukennarar skólans, Harpa, Rannveig og Sigrún.